Þorskinn okkar allir vilja veiða
þorskinn okkar Beta óð er í
þeirri gömlu þætti sjálfsagt miður
ef Lloydsman yrði keyrður niður
en skyldi maður ekki setja´ upp glott.
Óðinn Þór og Týr út um allt sigla
og úr lofti líka fylgst er með
já, áfram Gummi bara´ að klippa
og fallbyssann má ekki klikka
rekum þessa Tjalla burtu strax.
::Þeir skulu út fyrir 200 mílur,
skulu út fyrir 200 mílur,
skulu út fyrir 200 mílur,
við flæmum þá brott.::
Við samningsborðin setið er og setið
en Breta ekki semjandi er við
svo landhelgin skal áfram varin
því ekki´ er allur þorskur farinn
áfram landar, gefum engan grið.