Á leið til þín

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Ást þín er ævintýr
undur björt og hlý
þar sem sólin skín
munt þú bíða mín.

Og við leik og söng
unum við dægrin löng
og í von og trú
lifum ég og þú.

Á meðan grasið grær
þar sem vorið hlær
mun ég vitja þín
þar sem sólin skín.

Og í örmum þér
óðar gleymi ég mér
gleymi stund og stað
lifi nýjan dag.

Á leið til þín
um langan veg
og trú mín á þig
mun vísa mér leið
á leið til þín
um óraveg
uns aftur ég dvel í örmum þér.

Og þegar húmar að
seiðir þetta lag
meðan sefur sól
kveð þér lítið ljóð.

Og heimi í
finn ég fögnuð á ný
og í von og trú
lifum ég og þú
.