Sálarflækja

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason/Bjartmar Guðlaugsson

Er ég vaknaði í morgun,
var minn hugur hlaðinn sorgum,
fékk mér viskílögg í glas.
Ég fann ég nennti ekki að vinna
í verksmiðjunni einn að spinna
og hlusta á verkstjóranna þras.

Ég reyni kannski á morgun
að gleyma mínum sorgum.
Ég reyni kannski á morgun
ef ég finn ég get.
Ég reyni kannski á morgun
að gleyma mínum sorgum,
því mín sál er flækt eins og er.

Ég helli svörtu kaffi í bollann,
úti er hitasvækjumollan,
ég vildi ég væri útá sjó.
Í dag ég ætla ekki að vinna,
ég læt kóngulærnar spinna,
og reyni að koma mér í ró.

Ég reyni kannski á morgun…

Margt ég þyrfti víst að gera
en ég læt það bara vera;
enginn skilur huga minn:
Ég skelf og naga mína hnúa
hvaða sögu á að ljúga,
sem trúir vinnuveitandinn.

Ég reyni kannski á morgun…