Mín jól (eru ætluð þér)
Songwriter: Pólskt lag
Lyricist: Þorsteinn Eggertsson
Hvert ár
sem líður á sér eigin svip
og eigin minningar.
Og tár
og gleði, vonir, draumaskip,
já, og tilfinningar.
Hver jól
sem líða eru reyndar gjöf í sjálfu sér.
Mín jól eru ætluð þér.
Þó svo
þér finnist lífið heldur trist;
skemmtanir fátíðar…
Nei sko,
þér verður skemmt af hjartans lyst
um þessar hátíðar.
Ég býð
hvort viltu kom um borð í mitt örlagahjól.
Ég býð – bar´ um þessi jól.
Og sjá;
örlagahjólið stendur þér til reiðu búið.
Já, já,
og fyrr en varir leggur hringekjan af stað.
Ef þú
vilt koma með þá verður ekki aftur snúið.
En þú…
ertu til í það?
Þó svo
þér finnist lífið heldur trist;
skemmtanir fátíðar…
Nei sko,
þér verður skemmt af hjartans lyst
um þessar hátíðar.
Hver jól
sem líða eru reyndar gjöf í sjálfu sér.
Mín jól eru ætluð þér.
Og sjá;
örlagahjólið stendur þér til reiðu búið.
Já, já,
og fyrr en varir leggur þú af stað með mér.
Það hjól
er lífið sjálft. Því verður ekki aftur snúið.
Mín jól eru ætluð þér.