Jóhann Helgason
lagahöfundur og söngvari
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Jóhann Helgason
Ég leita að brosi í blænum á leið minni´ um strætin í bænum ég leita og vona´ ég finni senn hamingju´ á leiðinni minni
Ég leita að ljósinu bjarta sem lýsir í myrkrinu svarta þó oft sé ei auðrötuð slóðin ég reyni að missa´ ekki móðinn
Ég leita og reyni að finna það fegursta sem að á vegi mér verður ég leita á leið minni´ um heiminn að hamingjusöngvum til lífsins að syngja