Engill
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Kristján Hreinsson
Um freðna jörð og fagurt land
fer ég og geng um svartan sand.
Blóðrauð í vestri sólin sest.
Sorgin er sterk og hjartað berst.
Í freðna jörð nú falla tár.
Framtíðin lætur gróa sár.
Við ströndina köldu draumur dó,
draumurinn okkar lifir þó.
Engill,
haltu nú áfram, hærra
í heimi fékk ævin að líða.
Engill,
haltu nú áfram, hærra
himnesku dagarnir bíða.
Þitt æviskeið er augnablik
yfir þinn legstein fellur ryk.
Er vindarnir ryki blása burt
birtist á jörðu fögur jurt.
Um freðna jörð og fagurt land
fer ég og geng um svartan sand.
Blóðrauð í vestri sólin sest.
Sorgin er sterk og hjartað berst.
Engill,
haltu nú áfram, hærra
í heimi fékk ævin að líða.
Engill,
haltu nú áfram, hærra
himnesku dagarnir bíða.