ÁGRIP / ÚTGÁFU- OG FERILSKRÁ

ÁGRIP 

Jóhann Helgason hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna, sem einn fjölhæfasti og afkastamesti lagahöfundur og flytjandi landsins. Fyrir utan eftirtektarverðan sólóferil hefur Jóhann auk þess starfað með nokkrum mjög vinsælum hljómsveitum og flytjendum s.s. Magnús & Jóhann, Change, Poker, Þú & Ég o.fl. Fjölmörg laga Jóhanns hafa notið víðtækrar hylli landsmanna og löngum setið í efstu sætum á spilunarlistum útvarpsstöðva. Sum hver hafa fest rætur í þjóðarsálinni og eru iðulega sungin við margvíslegar opinberar athafnir.

Jóhanni var fyrstum íslenskra tónlistarmanna boðin höfundarréttarsamningur erlendis. Árið 1972 undirritaði hann höfundarréttar- og hljómplötusamning við Orange Music í London og hljóðritaði ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni tvær smáskífur og eina LP plötu fyrir Orange. Tveim árum síðar bauðst Jóhanni höfundarréttarsamningur við Chappell & Co Ltd., í London og hljóðritaði hann ásamt hljómsveitinni Change, tvær smáskífur fyrir EMI auk LP plötu fyrir Chappell sem útsett var af H.B. Barnum.

Sem annar helmingur dúettsins Þú og Ég/You & I, bauðst Jóhanni  útgáfusamningur við EPIC/SONY Inc. í Japan á níunda áratugnum. Hljómplötur dúettsins seldust í yfir þrjú hundruð þúsund eintökum þar í landi. Jóhann hefur tvívegis hlotið silfurverðlaun í alþjóðlegum söngvakeppnum fyrir lag sitt “Sail On”.

Útgefin lög Jóhanns bæði í eigin flutningi og annara eru vel á fimmta hundrað auk á annað hundrað texta. Tónlist Jóhanns hefur verið gefin út í nokkrum löndum utan Íslands, á meðal þeirra eru England, Spánn, Þýzkaland, Ástralía og Japan. Á ferlinum hefur Jóhann unnið til yfir þrjátíu gull- og platínuplatna.

PUNKTAR ÚR STJÖRNUKORTI

  • …það að vera fæddur með sól í áttunda húsi gefur þér mikinn áhuga fyrir dulrænum málefnum, andlegum sviðum…
  • …þetta gefur þér líka mikinn áhuga á hinum dulræna heimi eða dulspekinni…
  • …þú ert á fimm stöðum í áttunda húsi og áttunda húsið er hús Sporðdrekans og Sporðdrekinn sem merki tengist öllu þessu dulræna, öllu því sem er falið undir yfirborði lífsins…
  • …sterk hvöt til þess að leita eftir tilgangi lífsins, komast niðrí málin, skoða þau mjög vel; hvernig, hvað og hversvegna – eiginlega fæddur rannsóknarmaður…

Útgáfu- OG ferilskrá                                                                                         

1972

  • Magnús & Jóhann/Magnús og Jóhann, LP, Scorpion Records.
  1973
  • “Yaketty Yak, Smacketty Smack”/Change, smáskífa, Orange Music, London.
  • “Candy Girl“/The Pal Brothers, smáskífa, Orange Music, UK.

 1974

  • Change/Change, EP/tvöf. smáskífa, Orange Music, London, UK.
  • Change/Change, LP/MC, Change Records/Chappell Ltd., London, UK.
  • Höfundaréttarsamningur, Chappell & Co Ltd.
  • Change, tónleikar, London.
  • Change & Karl J. Sighvatsson, upphitun f. Procol Harum, Listahátíð, Háskólabíó.
  • „Litla músin“ ofl./Ábót, EP/smáskífa, Joke Records.
 1975
  • “If I“/Change, smáskífa EMI, ndon, UK.
  • “Wildcat“/Change, smáskífa EMI, London UK.
  • Change, LP, Chappell & Co Ltd., London, UK.
  • Management; Chappell/Robinson, London.
  • Allra meina bót/Ábót, LP/MC, Change Records.
  • Change, framkomur í sjónvarpi, UK, tónleikar Bretland, Spánn.
  • Undankeppni ESC, UK, röddun.
  • Geimtugg, ljóðabók.
 1976
  • Ég gleymi þér aldrei/einherjaplata, LP/MC, SG- hljómplötur.
  • Söngur, hljómsveitin Celsius.
  • Geimtugg II. „Hundrað milljón vegleysur”, ljóðabók.

1977

  • Gamlar góðar lummur/Lummurnar, LP, Ýmir hf.
  • Celsius, LP, hljóðritun, Celsius.
  • Meðlimur, hljómsveitin Poker.
  • Poker, hljóðritanir með Geoff Calver, Ísland, UK.
  • Poker, tónleikar, Færeyjar.
1978
  • Lummur um land allt/Lummurnar, LP, Ýmir hf.
  • Poker, upphitun fyrir The Stranglers, Listahátíð, Laugardalshöll.
  • Lagasmíðar & hljóðritanir, Los Angeles.
1979
  • Ljúfa líf/Þú & Ég, LP, Steinar hf.
  • Þú & Ég, framkomur, Hollywood, Ármúla.
  • Magnús & Jóhann, Þjóðhátíð Vestmannaeyja.
  • Lagasmíðar og hljóðritanir, Los Angeles.
1980
  • Sprengisandur/Þú & Ég, LP, GTH.
  • “Dance, Dance, Dance”/You & I, 4. sæti, alþjóðleg söngvakeppni/ISC, Sopot.
  • You & I, tónleikar og framkomur í sjónvarpi,  Pólland, Sovétríkin.
  • Í hátíðarskapi/ Þú & Ég o.fl., LP, GTH.
  • Magnús & Jóhann/Magnús & Jóhann, LP/MC, MJ- upptökur.
  • Lítið Brölt/Haukur Morthens & Mezzoforte, LP höf. tónlistar/texta, Steinar hf.
  • “My Hometown“ b/w “I Want To Be With You“/You & I, höf. laga/texta, EPIC/SONY Inc., Japan.
  • „Seinna meir“/Start, höf. lags/texta, Steinar hf.
  • “Kiitos Sulle”/“Í Reykjavíkurborg“, Armi Aavikko, smáskífa, Finnland.
  • Þátttaka í minningartónleikum um John Lennon, Austurbæjarbíó.
1981
  • “Take Your Time”/“Burning Love“, einherjasmáskífa, Steinar hf.
  • TASS/einherjaplata, LP/MC Steinar hf.
  • “We Are The Love” b/w “Blue“/You & I, smáskífa, EPC/SONY Inc., Japan.
  • Sweet Life/You & I, LP, EPIC/SONY Inc., Japan.
  • “My Hometown”/Reykjavík“/You & I, smáskífa, CBS, AB., Svíþjóð.
  • “MY Hometown”/You & I, smáskífa, Ástralía.
  • “Shady Lady“ b/w “Blue“/You & I, smáskífa, Steinar Records UK, Ltd.
  • You & I/You & I, LP, Steinar hf.
  • You & I, framkomur í sjónvarpi, Japan, tónleikar, San Francisco, Los Angeles.
  • “My Home Town“/Judy Jackson, single, Ariola Þýskaland.
  • “My Home Town“/Zu hoch gespielt“/Jessica, Ariola Þýskaland.
  • “Kiitos Sulle”/Armi Aavikko, safnplata, Fazer Records Finnland.
  • Nálgast jóla lífsglöð læti/ýmsir flytjendur, LP, höf. tónlistar, framleitt fyrir Sjálfsbjörg.
1982
  • ”Take Your Time“/My Girl“, einherjasmáskífa, Polar Music AB., Svíþjóð.
  • Aðeins eitt líf/Þú & Ég, LP, Steinar hf.
  • “My Home Town“/Judy Jackson, Out, Ítalía.
1983
  • Einn/einherjaplata, LP/MC, Steinar hf.
  • ”Take Your Time”/“She´s Allright“/Joe Ericson, 7“ & 12”; Steinar Records UK, Ltd., Polydor Þýskaland, Promusix Portúgal, Plaza Records Ástralía, S.- Ameríka.
  • Komdu kisa mín/Snælda og Snúðarnir, LP/MC, höfundur tónlistar, framleitt fyrir Dýraspítala Watsons.
  • “Sail On”/silfurverðlaun ásamt Bo Hall, alþjóðleg söngvakeppni/ISC, Castlebar, Írland. Tónleikar & framkomur í sjónvarpi, Írland.
  • Bítlaæðið,  þátttaka í tónlistarsýningu, Broadway, Álfabakka.
1984
  • Ljósaskipti/Magnús & Jóhann, LP/MC, Útgáfan- Skálholt.
  • “Sail On”/silfurverðlaun ásamt Bo Hall, Bratislavská Lýra, alþjóðl. söngvakeppni/ISC, Tékkóslóvakía. Framkomur í sjónvarpi, Tékkóslóvak., USSR.
  • Söngvari í Danshljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Hótel Saga.
1985
  • Ástin/einherjaplata, LP/CD/MC, Hugverkaútgáfan, stofnuð 1985.
  • “Take Your Time“/“She´s Allright“/Joe Ericson, 7“ & 12“, Key Records Spain.
  • Söngvari, Danshljómsveit M.K., Súlnasalur, Hótel Saga.
  • Starlight Express, Chess, On Your Toes, megin- sönghlutverk ásamt Ellen Kristjánsdóttur, Súlnasalur.
  • Fimm stjörnukvöld, þátttaka í  tónlistarsýningu, Þórscafé.
1986
  • Söngur, Hljómsveit MK, Súlnasalur, Hótel Saga.
  • Fimm Stjörnukvöld, Þórscafé.
  • Söngbók Gunnars Þórðarsonar, þáttt. í tónlistarsýningu, Broadway, Álfabakka.
1987
  • Kvöld við lækinn/Kristinn Sigmundsson, Halla Margrét Árnadóttir, Jóhann Helgason, LP/CD/MC, höfundur tónlistar, flytjandi, Skífan hf.
  • Tekið á loft, þátttaka í tónlistarsýningu, Glaumberg, Keflavík.
  • Leitin að týndu kynslóðinni, söngur, tónlistarsýning, Hollywood, Ármúla.
  • „Í blíðu og stríðu”, Söngvakeppnin, höf. lags/texta, flytjandi.

1988

  • Gullárin með KK, þátttaka í söng- og leikuppfærslu, frumsýning, vígsla Hótels Íslands, nýárskvöld.

1989

  • Ég vildi/Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Egill Ólafsson, LP/CD/MC, höfundur tónlistar, útgefandi, Hugverkaútgáfan.
1990
  • Höfundarréttarsamningur,  P.S. Músík.
  • Söngur, Amsterdam,  Holland.
1991
  • Hljómar, þátttaka í tónlistarsýningu, Hótel Ísland.
  • „Karen”/Söngvakeppnin, 2. sæti, höf. tónlistar.
  • JET, tónleikar, austur- og vesturströnd Bandaríkjanna.
  • Við eigum samleið, sviðsuppsetning, ferill Vilhjálms Vilhjálmssonar, Broadway,Álfabakka, hluti tónlistar.  
1992
  • Afmælisupptökur/Magnús & Jóhann, CD/MC, MJ- upptökur.
  • Hljómar, þátttaka í tónlistarsýningu, Hótel Ísland.
  • „Karen”/Söngvakeppnin, 2. sæti, höf. tónlistar.
  • JET, tónleikar, austur- og vesturströnd Bandaríkjanna.
1993
  • Lífsmyndir Magnúsar & Jóhanns/ýmsir flytjendur, CD/MC, Paradís.
  • Þó líði ár og öld, þátttaka í tónlistarsýningu, Hótel Ísland.
1994
  • “Heart To Heart”/4. sæti, Eiríkur Hauksson/Eric Hawk, Baltic Song Festival, alþjóðleg söngvakeppni/ISC, Karlshamn, Svíþjóð, höfundur lags.
  • Tónleikar & framkomur í sjónvarpi, Skandinavía ásamt Eric Hawk.
  • Þátttaka í minningartónleikum um Hauk Morthens, Hótel Saga.
1995
  • Aldarminning, Davíð Stefánsson/ýmsir flytjendur, CD, hlutdeild í tónlist og útgáfu, Lag & Ljóð.
1996
  • KEF/einherjaplata, Hugverkaútgáfan.
  • „Gróttulagið”, frumsamið einkennislag & texti, íþróttafélagið Grótta, Seltjarnarnesi.
  • Íslensk Poppsaga 1972-1977/ýmsir flytjendur, CD, hlutdeild í tónlist, flutningi og útgáfu, Tónaflóð.
  • Keflavíkurnætur, höf. handrits & þátttaka í tónlistarsýningu, Strikið, Keflavík, Stapinn, Njarðvík, Sjallinn, Akureyri.
1997  
  • Eskimo/einherjaplata, Hugverkaútgáfan.
  • Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band/Magnús & Jóhann, þátttaka í afmælisuppfærslu ásamt hrynsveit, strengjum og blásurum, Háskólabíó.
1998
  • LP/einherjaplata, Hugverkaútgáfan.
  • Höfundarréttarsamningur, RIM Music Group, Ástralía.
  • Framsalssamningur, Suður Kórea.
1999
  • Sólskinsstund/Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir, CD, höfundur tónlistar, Hugverkaútgáfan.
  • SOLO/einherjaplata, Hugverkaútgáfan.
  • Geimtugg, endurútgefin ljóð með viðbæti, Hugverkaútgáfan.

2000

  • Trú von og kærleikur/Bjarni Arason, CD, höfundur tónlistar/texta, framleitt fyrir Geðhjálp.
2001
  • Hjartans mál/ýmsir flytjendur, CD, höfundur tónlistar, framleitt fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.
  • Misa Criolla, Argentísk messa, ásamt Bubba Morthens, Selkórnum og hljómsveit, tónleikar, Borgarleikhúsið, Seltjarnarneskirkja, sjónvarpsþáttur Stöð 2. Stjórnandi, Jón Karl Einarsson.
2002
  • Kundalini/einherjasafndiskur, Hugverkaútgáfan.
  • Ástin og lífið/ýmsir  flytj., CD, höfundur tónlistar/texta, framl. fyrir Sjálfsbjörg.
  • Friðarstund/ýmsir flytj., CD, höfundur tónlistar/texta, framleitt fyrir Geðhjálp.

2003

  • Jóhann Helgason 25 vinsæl lög/nótnabók og mini-CD, “I Believe”, Hugverkaútgáfan.
2004
  • Mansöngvar/ýmsir flytjendur, CD, höfundur tónlistar/texta, framleitt fyrir Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum.
  • ,,Hjartalag”/Páll Rósinkranz og Birgitta Haukdal ásamt Fóstbræðrum, CD, höfundur lags, framleitt fyrir landssöfnunina Í hjartastað.
  • Upphitun fyrir The Beach Boys ásamt Hljómum frá Keflavík, Laugardalshöll.
2005
  • Óðflugur/ýmsir flytjendur, CD, höfundur tónlistar við ljóð Þórarins Eldjárn, framleitt fyrir Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum.
  • Þátttaka í minningartónleikum um Pétur W. Kristjánsson, Hótel Ísland.

2006

  • Söknuður/einherjadiskur, Zonet- útgáfa.
  • Útgáfutónleikar, Salurinn, Kópavogi.
2007
  • Bæjarlistamaður Seltjarnarness.
  • Tónleikar, Bókasafn Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóli og Seltjarnarneskirkja.
  • Ljósanótt, “Ó Keflavík“, Ljósanæturlagið, höf. lags/texta, frumflutningur ásamt Rúnari Júlíussyni og hljómsveit.
  • Breið þú blessun þína… Rúnar Júlíusson & gestir, söngur/röddun, Laugardalshöll.
  • Salurinn, tónlist & spjall með Jóni Ólafssyni.
  • „Sætasta stelpan á ballinu”/Þú & Ég, smáskífa/netútgáfa.
2008
  • Drekasaga/ýmsir flytjendur, CD, höfundur tónlistar við texta Iðunnar Steinsdóttur, framleitt fyrir Umhyggju.  
  • Stórtónleikar Landsbankans og Rásar2, Magnús & Jóhann ásamt hljómsveit, Klambratúni, Menningarnótt.
  • Árshátíð Landsbankans, Egilshöll, Þú & Ég ásamt Hjálmum og Bogomil Font.
  • Menningarnótt og Ljósanótt, þátttaka í útgáfutónleikum Karlakórs Keflavíkur,  Andrew´s Theatre, Ráðhús Reykjavíkur.
  • Styrktar- og jólatónleikar, söngatriði, Lava salur, Bláa Lónið og Keflavíkurkirkja.
  • Ástin er diskó, lífið er pönk, hluti tónlistar í sýningu Þjóðleikhússins.
  • Vilhjálmur Vilhjálmsson Minningartónleikar, Salurinn og Laugardalshöll, hluti tónlistar.
2009
  • „Heima er best”/Þú & Ég, smáskífa/netútgáfa í tilefni 30 ára starfsafmælis.
  • 17. júní Arnarhóll, Diskóhátíð Eyjum, Jólatónleikar Björgvins, Þú & Ég.
  • Minningartónleikar Rúnar Júlíusson, þátttaka í flutningi, Laugardalshöll.
  • Lennon 09.09.09, þáttaka í heiðurstónleikum, Nasa 9. september.
  • IMAGINE PEACE TOWER & John Lennon memorial concert, flytjandi, Hafnar-húsið, 9. október, ásamt Yoko Ono, Sean Lennon o.fl.
  • Ljósanótt, þátttaka í flutningi á „Ljósanætursvíta.”
2010
  • Gælur, fælur og þvælur/Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, CD, höfundur tónlistar við ljóð Þórarins Eldjárn, framleitt fyrir Umhyggju.
  • Bréfbátur/Valgerður Guðnadóttir og Edgar Smári, CD, höfundur tónlistar/texta, Hugverkaútgáfan/Zonet- útgáfa.
  • Jólatónleikar Helgu Möller, Þú & Ég, Laugarneskirkja.
  • Aðventukvöld, Keflavíkurkirkju, söngur ásamt Kvennakór Suðurnesja.
2011
  • Ástin & lífið 1971-2011/Magnús & Jóhann, tvöföld ferilsplata, Sena.
  • Magnús & Jóhann í 40 ár, útgáfutónleikar Austurbær, tónleikar; Græni hatturinn Akureyri, Höllin Vestmannaeyjum, Menningarnótt og Ljósanótt.
  • Upphitun fyrir The Eagles, Magnús & Jóhann, Laugardalshöll.
  • Af fingrum framJón Ólafsson og gestir, Magnús & Jóhann, Salurinn.
  • “Feel So Fine”/ásamt FM Belfast, höfundur, Hljómskálinn/RÚV, CD/DVD, Sena.
  • „Ljós út um allt”/Þú & Ég, jólalag/netútgáfa.
  • Nýdönsk, í nánd, Borgarleikhúsið, Hof, hluti tónlistar.
  • KFUM, styrktartónleikar.
  • Kattholt, styrktartónleikar, Fríkirkjan.
  • Nauthóll, tónlistaratriði Þú & Ég.
  • Jólatónleikar Helgu Möller, Laugarneskirkja, Rósenberg.
2012
  • Í tíma/Magnús & Jóhann, CD, flytjandi/höfundur, Sena.
  • Þjóðhátíð Vestmannaeyja, Magnús & Jóhann, tónleikar.
  • Innipúkinn, Þú & Ég ásamt Moses Hightower, tónleikar.
  • Söngvaskáld, Magnús & Jóhann, tónleikar að viðstöddum áheyrendum í myndveri RÚV.
  • Hjálpum heima, Stöð 2, tónlistaratriði, Magnús & Jóhann.
  • „Ástarsorg”, hljóðritað af John Grant.
  • Bréfbátur/endurútgáfa, Valgerður Guðnadóttir og Edgar Smári, CD, höf. tónlistar/texta, framleitt fyrir Umhyggju.
  • Blómstrandi dagar, Hótel Örk, tónleikar, Magnús & Jóhann.
  • Seltjarnarneskirkja, tónleikar JH ásamt Kammerkór Seltjarnarneskirkju.
  • Þú & Ég; Tvær úr tungunum, Aratunga, Jólatónl. Helgu Möller Laugarneskirkja.
  • Með blik í auga, tónlistarsýning, Andrews Theatre, Ljósanótt, hluti tónlistar.

2013

  • Celsius/Hljómsveitin Celsius, CD, flytjandi, höfundur tónlistar/texta.
  • Magnús & Jóhann, tónleikar; Folk festival  Kex Hostel, Edrúhátíð SÁÁ  Laugalandi, Hammondhátíð Djúpavogs, Bryggjan Grindavík, Græni hatturinn Akureyri.
  • Heiðurstónleikar ELO, Eldborg Hörpu, flytjandi.
  • Söngvaskáldin og Sinfó, Eldborg, Hörpu, höfundur/flytjandi.
  • Kærleikssjóður Stefaníu Háskólabíó, Von SÁÁ, tónleikar, Magnús & Jóhann.
  • Helga Möller í 40 ár, ferils- og jólatónleikar, Þú & Ég, Austurbæ.

2014

  • Árstíðirnar/Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, CD, höfundur tónlistar við ljóð Þórarins Eldjárn, framleitt fyrir Umhyggju.
  • Eftirfylgd/Sr. Friðrik Friðriksson/ýmsir flytjendur, CD, höfundur tónlistar við ljóð sr. Friðriks, Hugverkaútgáfan.
  • Von“/Söngvakeppnin, höf. lags/texta, flytj., Gissur Páll Gissurarson.
  • Magnús & Jóhann, tónleikar; Hljómahöll Reykjanesbæ opnunarhátíð, Salthúsið GrindavíkSjómannadag, Háaloftið Vestmannaeyjum.
  • Afmælishátíð Seltjarnarness 9. apríl, Eiðistorgi, frumlutningur „Seltjarnarnesið“ ásamt barnakór, frumsamið lag við texta Kristjáns Hreinssonar.

2015

  • Komdu kisa mín/Snælda & Snúðarnir, CD/endurútgáfa, höf. tónlistar, framleitt fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna.
  • „Ég og þú“/Þú & Ég, smáskífa/netútgáfa, höf. lags og texta.
  • Himinn & jörð, 70 ára- afmælistónleikar Gunnars Þórðarsonar, Þú & Ég, Eldborg, Hörpu og Hofi, Akureyri.
  • Vopnaskak, Vopnafjörður, Hagyrðingakvöld, Magnús & Jóhann, tónlistaratriði.
  • Aðventukvöld KFUM, ásamt Karlakór KFUM.
  • Brunaliðið – Á leiðinni í Eldborg, tónleikar Hörpu, hluti tónlistar.
  • Viljálmur Vilhjálmsson 70 ára, tónleikar Eldborg, hluti tónlistar.
  • Sveitapiltsins draumur, Rúnar Júl 70, tónleikar Hljómahöll, hluti tónlistar.
  • Þáttaka í skemmtanahaldi, Seltjarnarnesi, 17. júní.

2016

  • Fuglaþrugl og naflakrafl/Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, CD, höfundur tónlistar við ljóð Þórarins Eldjárn, framleitt fyrir Umhyggju.
  • Söngvaskáld á Suðurnesjum – Jóhann Helgason/Bergi,Hljómahöll. Flytjendur; Elmar Þór Hauksson, Arnór B. Vilbergsson. Kynnir/handrit, Dagný Gísladóttir.
  • Bæjarhátíð Seltjarnarness, Plútóbrekka, tónlistarflutningur.

2017

  • Magnús & Jóhann 45 ár, tónleikar Bæjarbíó, ásamt hljómsveit.
  • Úrval af því besta/ýmsir flytjendur, CD/30- laga safndiskur, höfundur tónlistar, við ljóð Þórarins Eldjárn, framleitt fyrir Umhyggju.
  •  „Hún Reykjavík“/Þú & Ég, smáskífa af CD.
  • Elly, Borgarleikhúsið, hluti tónlistar.
  • Undurfagra ævintýr, Eyjatónleikar, Eldborg, hluti tónlistar.
  • Skonrokk, Eldborg, hluti tónlistar.
  • Bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar, Eldborg, hluti tónlistar.
  • Af fingrum fram, Páll Óskar, Salurinn, hluti tónlistar.

2018

  • Blaðamannafundur í Hljóðrita 4.04 vegna “Söknuður” gegn “You Raise Me Up.” “Into The Light”, enskri útgáfu af “Söknuði” hleypt af stokkunum á netveitum og YouTube.
  • Johannsongs – Publishing Ltd. stofnað í Los Angeles.
  • Selkórinn 50 ára afmælis- og heiðurstónleikar ásamt hljómsveit Seltjarnarnesskirkja, höfundur dagskrár og flytjandi að hluta.
  • Magnús & Jóhann; þrennirtónleikar Bæjarbíó, ásamt hljómsvei. Á trúnó, Hljómahöll, Grand Hótel, jólahlaðborð, Seðlabankinn, Menningarvika
  • Magnús Þór Sigmundsson 70 ára, afmælistónleikar, Háskólabíó.
  • Ljósanótt, Heimatónleikar, Keflavík, tónleikar, Kirkjuvogskirkja, Hafnir.
  • Elly, Borgarleikhúsið, Undurfagra ævintýr, Skonrokk, Bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar, Eldborg, Af fingrum fram, Salurinn, hluti tónlistar.

2019

  • Jóhann Helgason 70, afmælistónleikar Eldborg, Hörpu.
  • Tónstafir, heiðurstónleikar, nemendur Tónlistarskóla Seltjarnarness flytja lög eftir Jóhann Helgason.
  • STEF-numót, útitónleikar Laufásvegi 40 á Ljósanótt.
  • Magnús & Jóhann, tvennirtónleikar Bæjarbíó, ásamt hljómsveit, Landsbankinn, árshátíð, Bryggjan Brugghús, tónleikar o.fl., Jólaboð Kviku banka.
  • Elly, Borgarleikhúsið, Undurfagra ævintýr, Skonrokk, Bestu lög Vilhjálms Vilhjálmssonar, Eldborg, hluti tónlistar.

2020

  • KÖLD, tónlistarhátíð, Magnús & Jóhann Norðfjarðarkirkju.

2021

  • Garðveisla Bjössa Thor, flytjandi.
  • Guitarama/Gítarhátíð Bjössa Thor, tónleikar Bæjarbíó, flytjandi/hluti tónlistar.
  • Regnboginn, menningarhátíð, Magnús & Jóhann tónleikar Leirskálum, Vík.

2022

  • Lifi lífið – sálmar og andlegir söngvar/Páll Rósinkranz, Sigríður Guðnadóttir, Regína Ósk, Sönghópurinn Fósturvísarnir, CD, höfundur tónlistar við ljóð Sigurbjörns Þorkelssonar, Hugverkaútgáfan.
  • Lifi lífið, KFUM & KFUK – tónleikar Sumardaginn fyrsta.
  • Fjalla-Eyvindur og Halla – Rokkópera/Stefán Jakobsson, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, Magni Ásgeirsson, CD/tónlistarbók, höfundur tónlistar og texta, Hugverkaútgáfan.
  • Allt í blóma, Magnús & Jóhann, tjaldtónleikar Hveragerði.
  • Magnús & Jóhann í 50 ár – tónleikar, Bæjarbíói með Jóni Ólafssyni. “It´s Only Love” netútgáfa.
  • Lifi lífið, Keflavíkurkirkja – kvöldmessa/tónleikar með kór og undirleik.
  • Bókakonfekt, Bókasafn Reykjanesbæjar, Fjalla-Eyvindur og Halla – upplestur.
  • Ný sálmabók: Lögin “Við freistingum gæt þín” 94b og “Drottinn vakir” 655b.
2023
  • Magnús & Jóhann í 50 ár – Sjónvarpið.
  • Magnús & Jóhann Aftur heim – tónleikar Hljómahöll.
  • Af fingrum fram, Salurinn – Magnús & Jóhann ásamt Jóni Ólafssyni.
  • Miðgarður, Magnús & Jóhann, tónleikar.
  • Lifi lífið, Bústaðakirkja – tónleikar/einsöngur, kór & hljómsveit.
  • Gammar & Jói Helga – tónleikar, Jazzklúbburinn Múlinn, Björtuloft, Hörpu.
  • Sumarjazz á Jómfrúnni – Gammar & Jói Helga.
  • Garðveisla Bjössa Thor & Gítarveisla Bjössa Thor, Bæjarbíó – Gammar & Jói Helga.
  • As Time Goes By – Jói Helga & Gammar, forútgáfa.
  • Dagur íslenskrar tónlistar, Harpa – tónlistarflutningur í tilefni 40 ára afmælis Rásar 2.