Jóhann Helgason
singer-songwriter
Songwriter: Birgir Hrafnsson/Jóhann Helgason
Lyricist: Kristján frá Djúpalæk
Við skulum sofna, sólin er hnigin, svalt fellur regn í dropum á stíginn. Senn kemur nóttin með draumana dýra. Ljúf kemur nóttin með draumana dýra.
Munum það barn að lífið er leikur. Lúinn mun hvílast, styrk öðlast veikur. Bara við kunnum að biðja og vona. Bara við þorum að biðja og vona.
Áhyggjum dags hinn glaðværi gleymir, gleði og fegurð lífsins hann dreymir. Nóttin hið dapra í fangi sér felur. Nóttin hið smáa í fangi sér felur.