Mjúkar hendur þínar
fóru um líkama minn.
Hlýjar varir við mína kinn,
þar sem þú við hlið mér lást.
Hönd í hönd eftir veginum gengum við,
gegn um tímann, hlið við hlið
og í augum okkar var ást.
Svipmyndir, já, svipmyndir
frá liðnum tíma, sem mér tekst ekki að gleyma.
Svipmyndir, ó, svipmyndir
frá dögunum góðu er augu þin glóðu af ást.
Menn hafa orð á því
að ég sé utan við mig.
Hvort ég sé alltaf að hugsa um þig.
Auðvitað ber ég á móti því.
En ég veit að þeir vita hið sanna sem er.
Að mér tekst ekki að gleyma þér.
Í heimi dagdraumanna ég bý