Prins

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Frá því fyrst er ég sá þig
af öllu hjarta´ hef dáð þig
og ég bíð þess þú komir
ég elska þig

Þú ert prins minna drauma
ég á þér líf að launa
og þú veist hvað ég meina
ég þrái þig

Prins, þú ert sá eini rétti
prins, hvíta hestinum á
prins, ég faðm minn mót þér rétti
þú ert minn draumaprins

Allt mitt líf hef ég leitað
og öllum öðrum neitað
en þú hæfðir mitt hjarta
ég þarfnast þín

Sumt fólk fær ekki skilið
hvað ég get þráð þig mikið
sama´ er mér hvað þau segja
ég elska þig

Prins, þú ert sá eini rétti
prins, hvíta hestinum á
prins, ég faðm minn mót þér rétti
þú ert minn draumaprins

Ég á þér líf að launa
prins, þú komst og heillaðir mig
prins, mín ást mun aldrei fölna
minn eini draumaprins