Ó, Keflavík
Songwriter: Jóhann Helgason
Lyricist: Jóhann Helgason
Ó kæra Keflavík ég hugsa oft til þín
þú varst mín æskuslóð og oftast við mig góð
mitt ljóð ég kveð til þín á meðan dagur dvín
ég skoða myndirnar og rifja´ upp sögurnar
og gömul leyndarmál sem búa´ í minni sál
með sanni segi´ ég þér þig geymi´ í hjarta mér
hvert sem um heiminn fer þín minning fylgir mér
við teygum tímans tár og ég drekk þína skál
en ég mun aldrei aldrei gleyma þér
Ó Keflavík Keflavík þú ert ljósið sem skín
þú ert þráin sem býr í mínu hjarta
ó Keflavík Keflavík æskuljóminn svo hlýr
þú ert ástin sem býr í hjarta mér
Á meðan sólin skín ég arka strætin þín
heilsa´ upp á kunningja og æskufélaga
svo ótal margt hér breytt til bóta yfirleitt
ég heyri´ í börnunum í gömlu húsunum
og ótal minningar vakna á þessum stað
svo fögur ævintýr sem lýsa upp mitt líf
hvert sem um heiminn fer þín minning fylgir mér
við teygum tímans tár og ég drekk þína skál
en ég mun aldrei aldrei gleyma þér
Ó Keflavík Keflavík…
Ó kæra Keflavík þig kveð með kurt og pí
og þakka fyrir allt sem að þú eitt sinn gafst
mitt ljóð ég kveð til þín á meðan dagur dvín
ég fletti myndunum og brosi´að sögunum
og saklaus leyndarmál spretta´ upp úr minni sál
með sanni segi´ ég þér þú býrð í hjarta mér
hvert sem um heiminn fer þín minning fylgir mér
við teygum tímans tár og ég drekk þína skál
nei ég mun aldrei aldrei gleyma þér
Ó Keflavík Keflavík…