Morgunstund

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Kristján frá Djúpalæk

Er slokknar mánans milda ljós
fer morgunsól á fætur
og gægist hlý um glugga inn
og gælir blítt við rjóða kinn.

Svo vekja þig af blundi, barn,
þeir björtu geislafingur.
Og sem á blómið dreypt er dögg
þú drekkur ferska mjólkurlögg.

Og sólin hækkar, grasið grær,
hve gott til þess að vakna.
Þú hleypur út með létta lund
og lofar þessa morgunstund.