Ljós

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Friðrik Sturluson

Sakleysi sakna
og sólardaga útivið
ég geymi æskumynd
Í veruleik vakna
en vilji getur ákveðið
hvað geymir lífsins lind

Ég hélt það yrði annað
sem eignuðu mér örlögin
sem barn ég grunlaus var
Seinna er fátt eitt sannað
í sandinum á ég ennþá vin
en tekst að týnast þar

Í myrkri þú ert ljós
sem að lýsir mér eins og rós
sem mér gefin er eða hrós
efst í huga mér
hvert sem liggur leið

Tækifærin tel ég
og tilveran er ótrúleg
því komin er ég hér
Að vera með þér nú vel ég
ég veit það fer á besta veg
það engin spurning er

Í myrkri þú ert ljós…

Ég hélt það yrði annað
sem eignuðu mér örlögin
Að vera með þér nú vel ég
ég veit það fer á besta veg
það engin spurning er