Lífið

Songwriter: Jóhann Helgason

Lyricist: Jóhann Helgason

Lífið er ljós sem lifir
ljósið er gjöf sem grær
sorgin er sút sem grætur hér
gleðin er barn sem hlær.

Ástin er bál sem brennur
vermir og veitir skjól
neistinn á milli mín og þín
ástin er lífsins sól.

Vonin er fugl sem flýgur
hátt yfir fjöllin blá
í fjarska´ er fann ég þig
var svalað minni þrá.

Aaa og við eigum eilíft líf
aaa nýjan dag er nóttin dvín.

Saman í sorg og trega
gaman í sælu´ og sátt
siglum á sama báti hér
saman í rétta átt.

Vonin er fugl sem flýgur
hátt upp í heiðið blátt
í fjarska´ er fann ég þig
var svalað minni þrá.

Aaa og við eigum eilíft líf
aaa nýjan dag er nóttin dvín
aaa og við teygum lífsins vín
aaa deilum ást sem alltaf skín.