Ó hvílík dýrð og hátign
Guðs himinn ljómar blár
og engla raddir óma
sem elfarniður hár.
Nú er sá eini fæddur
sem eilíft gefur líf.
Á helgum vonar vængjum
að vöggu hans ég svíf.
Sem barn ég sá hann sofa
við sællar móður barm.
Með englabjörtu brosi.
Hans brjóst ei þekkti harm
hið sama andlit síðar
mér sært og blóðugt skín
er Jesús kær á krossi
leið kvalir vegna mín.
Með lotning þér ég þjóna
og þér ég fylgja vil
í von og trú minn vinur
frá vöggu graftar til
ég undrast elsku slíka
er ofan knúði þig
frá drottins dýrðar himni
að deyja fyrir mig.