Hátíðarskap

Songwriter: Osmonds

Lyricist: Þorsteinn Eggertsson

Ég kemst í hátíðarskap
þótt úti séu snjór og krap
það hljóma hvar sem ég fer
svo sérstæð lög í eyrum mér
jólin koma´ á ný ég spyr ekki að því
ég kominn er í hátíðarskap

Í stofunni er allt svo breytt
á réttum stað ei neitt
og ryksugan á gólfinu
en brátt skal húsið hreint
hver dagur á sinn eigin ilm
blóm greni hangikjöt
allt heimilið sundrað mamma er á hundrað
að taka fram dúka og föt

Ég kemst í hátíðarskap…

Við sjónvarpið er plássið nægt
margt barn þar situr þægt
þar sitja Vala og Soffía
og tíminn líður hægt
og pabbi fer í draugfín föt
og mamma´ í nýjan kjól
allt heimilið ljómar,
er loks berast hljómar, sem bera með sér heilög jól

Ég kemst í hátíðarskap…